Bjóða út verkfræðivinnu við nýtt kísilver í Helguvík
Íslenska kísilfélagið ehf., sem ætlar að byggja kísilverksmiðju í Helguvík, hefur auglýst útboð á verkfræðivinnu vegna byggingarinnar í Helguvík. Verkið felst í að klára hönnun áætlaðrar kísilverksmiðju í Helguvík, sem þegar hefur verið grunnhönnuð af Tenova-Pyromet, og tryggja að íslenskir staðlar séu uppfylltir og vinna öll gögn til að fá byggingarleyfi.
Skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu er a.m.k. 10 ára reynsla af verkfræðilegri hönnun iðnarðarmannvirkja.
Verkinu skal lokið þann 30. apríl á næsta ári eða 3 mánuðum frá undirritun samnings milli Íslanska kísilfélagsins ehf. og verkfræðistofu. Gert er ráð fyrir að tilboð verði opnuð á Verkfræðistofu Suðurnesja þann 16. janúar nk.