Bjóða upp á súpu í Krýsuvík
-ört vaxandi ferðamannastaður
Nú geta ferðamenn gætt sér á súpu í Krýsuvík en staðurinn nýtur ört vaxandi vinsælda hjá ferðamönnum og hefur Jónína Gunnarsdóttir fengið leyfi til þess að reka þar súpubílinn Farmer´s Soup til reynslu í tvo mánuði.
Þetta kemur fram á mbl.is í dag en Jónína hafði áður verið með súpubílinn á Skólavörðuholti. Þeim hafði verið úthlutað plássi gegnt Hörpu í sumar en sala þar hafði reynst dræm þar sem staðsetningin var að þeirra sögn ekki eins góð. Þau gripu því tækifærið þegar þau fengu leyfi til þess að selja við Krýsuvík með stuttum fyrirvara.