Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bjóða iðnaðarmönnum á Suðurnesjum geymslur í Hafnarfirði
Föstudagur 1. júlí 2005 kl. 21:06

Bjóða iðnaðarmönnum á Suðurnesjum geymslur í Hafnarfirði

Um miðjan júní síðastliðinn hóf Geymsla Eitt ehf. starfsemi sína. Geymsla Eitt er brautryðjandi með nýja þjónustu á geymslumarkaðnum á Íslandi. Geymsla Eitt býður sínum viðskiptavinum uppá að leigja sér geymslubílskúra með svokölluðu sjálf-geymslu fyrirkomulagi.

Það fyrirkomulag hefur reynst heppilegast til geymslu bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, enda hefur þetta sjálf-geymslu fyrirkomulag verið ákaflega vinsælt sérstaklega í Norður Ameríku, og nýtur sívaxandi vinsælda í Evrópu og á Norðurlöndunum.  Þjónusta Geymslu Eitt felst í að leigja sjálfstæða geymslubílskúra þar sem leigjendur sjá sjálfir um að setja í sín leigubil og taka úr þeim. 

Leigendur sjá einnig sjálfir um að læsa sínum bilum, og tryggja þannig sinn einkaaðgang að sínu bili.  Rúmur opnunartími tryggir að leigendur geta komist í sín leigubil þegar þeim hentar best.  Þannig getur hver leigjandi bætt í, og tekið úr sínu bili, eftir hendinni og hentugleika án þess að þurfa að fá þjónustu eða greiða afgreiðslugjöld fyrir hverja komu. 

Aðkoma og aðgangur að hverju geymslubili eru sérstaklega þægileg og auðveld þar sem hægt er að keyra beint að bilinu og ferma og afferma í gegnum stóra bílskúrshurð.  Geymsla Eitt hentar því einstaklega vel iðnaðarmönnum á Suðurnesjum, sem vinna líka á Höfuðborgarsvæðinu.  Nokkrir þeirra hafa þegar nýtt sér þjónustuna og segja þeir það ómetanlegt að hafa bækistöð á þessum hentuga stað, sem þeir keyra framhjá á hverjum degi. 

Boðið er uppá þrjár stærðir af geymslubilum, 7, 10 og 17 fermetra.  Mjög góð öryggisgæsla er á svæðinu og vaktmaður á nóttunni.  Leiguverð er mjög hagstætt og innifelur; hita, rafmagn og öryggisgæslu.  Leigan greiðist með kreditkortum, sem eyðir öllu umstangi við leigugreiðslur.  Frekari upplýsingar eru á heimasíðunni www.geymsla1.is, sem er þegar hefur vakið athygli fyrir frumlega og skemmtilega hönnun.

Geymsla Eitt er staðsett í Steinhellu 15 í Hafnarfirði, og framkvæmdastjóri er Ásdís Óskarsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024