Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 24. ágúst 2000 kl. 10:02

Bílskúrssöludagur í Heiðarskólahverfi á laugardag

Næsta laugardag, 26. ágúst, hvetur stýrihópur Staðardagskrár 21 í Reykjanesbæ, íbúa í skólahverfi Heiðarskóla til þess að efna til bílskúrssölu í bílskúrum og geymslum sínum. Um leið hvetur stýrihópurinn aðra íbúa Reykjanesbæjar og Suðurnesjamenn til þess að leggja leið sína um hverfið frá kl. 10.00-18.00 og kanna hvað er í boði. Bílskúrssöludagurinn er haldinn undir slagorðinu ,,Gefum gömlum hlutum nýtt líf“ og er tilgangurinn fyrst og fremst sá að draga úr magni þess sorps sem annars færi til eyðingar hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og einnig að hvetja íbúana til góðra verka í anda Staðardagskrár 21. Ef vel tekst til á laugardaginn verður leikurinn endurtekinn í öðrum hverfum Reykjanesbæjar á næstu vikum og mánuðum. Stýrihópurinn hvetur íbúa til almennrar þátttöku í deginum og sérstaklega er þess vænst að börn og unglingar komi að framkvæmdinni á hverju heimili.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024