Bílasýning í Heklu - Nýr Pajero kynntur
HEKLA í Reykjanesbæ frumsýnir um helgina nýjan Mitsubishi Pajero. Sýningin stóð yfir í dag og mun standa á morgun, sunnudag, frá hádegi til kl 16.
Í greinargerð um nýja Pajero-inn segir á heimasíðu Heklu að um sé að ræða:
„aflmesta lúxusjeppa sem Mitsubishi Motors hefur framleitt. Gerð bílsins og tæknibúnaður hafa tekið stökkbreytingum fram á við, sem birtist ekki aðeins í betri aksturseiginleikum, heldur einnig í auknu öryggi, meiri þægindum, virkari afköstum og einstökum aukabúnaði. Meðal búnaðar sem hægt er að fá í nýjum Pajero er DVD spilari og innbyggt leiðsögukerfi, 800W Rockford hljóðkerfi og bakkmyndavél.
Pajero var krýndur sigurvegari í 11. sinn í Dakar-rallinu 2006, erfiðustu og mest krefjandi rallkeppni heims. Dakar-rallið 2007 stendur nú sem hæst og leiðir Pajero keppnina. Enginn annar bílaframleiðandi getur státað af slíkri frammistöðu.“
Eins og fyrr sagði er salur Heklu opinn frá 12 til 16 og ættu engir jeppaáhugamenn að láta sýninguna framhjá sér fara.