Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bílahornið hjá Sissa opnað
Þriðjudagur 11. apríl 2006 kl. 11:30

Bílahornið hjá Sissa opnað

Bílahornið hjá Sissa hefur opnað í rúmgóðu húsnæði á Brekkustíg 38. Bílahornið selur bíla frá Bílabúð Benna af gerðinni Porsche, Chervolet og Ssangyong, en jafnframt er lögð áhersla á að selja notaða bíla fyrir almenning. Einnig eru seld fellihýsi,hjólhúsi, tjaldvagnar og húsbílar frá Seglagerðinni Ægi. Að sögn Sigurvins Jóns Kristjánssonar (Sissa) rekur Bílahornið einnig bón og þvottastöð þar sem seld eru hágæða bón- og þvottavörur.
„Við munum bjóða upp á þrif í áskrift, þannig að viðskiptavinurinn ákveður hvað hann vill hafa langt á milli þrifa og fær síðan sms eða tölvupóst þegar komið er að tímanum. Geti hann ekki komið, sækjum við bílinn og lánum annan á meðan“, sagði Siggi í samtali við VF.


Mynd: Eigendur Bílahornsins hjá Sissa eru Sigurvin Jón Kristjánsson (Sissi) og Svandís Georgsdóttir. Með þeim á myndinni er sonurinn Georg Vopni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024