Viðskipti

Bílageirinn þjónustar Kia bíla
Óskar Páll Þorgilsson, þjónustustjóri Öskju, og Björn Unnarsson, eigandi Bílageirans, handsala samstarfið.
Föstudagur 20. apríl 2018 kl. 13:13

Bílageirinn þjónustar Kia bíla

Bílaumboðið Askja hefur gert þjónustusamning við Bílageirann í Reykjanesbæ. Með þessum samningi er Bílageirinn nú orðinn viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Kia bíla á Suðurnesjum. Mikill vöxtur hefur verið í sölu KIA bíla á Suðurnesjum á síðustu árum en frá árinu 2011 hefur K. Steinarsson í Reykjanesbæ selt rúmlega tvö þúsund Kia bíla á svæðinu.
 
„Við erum afar ánægð að ganga til samstarfs við Bílageirann sem er nú annað þjónustuverkstæðið á Suðurnesjum sem eigendur Kia bifreiða geta leitað til.
 
Það er ávallt mikilvægt að bíleigendur leiti til viðurkenndra aðila með alla þjónustu, svo engin hætta sé að upp komi vandamál með ábyrgð. Það er mikilvægt að bíleigendur kynni sér það verð og þá þjónustu sem í boði er hjá viðurkenndum aðilum því auk þess að bjóða upp á viðurkennda varahluti frá viðkomandi bílaframleiðanda þá eru þeir í flestum tilvikum ekki dýrari heldur en óháð verkstæði og oft á tíðum ódýrari,“ segir Óskar Páll Þorgilsson, þjónustustjóri Öskju í tilkynningu.
 
Bílageirinn var stofnaður árið 2003 vegna innflutnings á nýjum og notuðum varahlutum ásamt innfluttningi á bílum og mótorhjólum. Árið 2004 keypti Bílageirinn húsnæði undir starfsemi bílamálunnar sem hófst á því ári en fyrirtækið flutti síðan í nýtt 810 fermetra húsnæði sem byggt var árið 2007 og er staðsett í Grófinni 14 a í Reykjanesbæ. Starfsmenn Bílageirans eru með áratuga reynslu og þjálfaðir hver í sínu fagi.
Public deli
Public deli