BIÐRÖÐ HJÁ BT
Verslunin BT opnaði við Hafnargötu í Keflavík sl. laugardag. Eins og þegar BT hefur opnað á öðrum stöðum myndaðist löng biðröð áður en verslun opnaði. Fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir í röðina um kl. 3 um nóttina.Þegar BT opnaði á laugardagsmorgun var löng röð fyrir framan búðina og var fram eftir degi. Margir gerðu góð kaup, enda verð afar hagstætt á mörgum vörutegundum. VF-mynd: Hilmar Bragi.