Bíða ævintýra á nýju ári

Bílaleigum hér suður með sjó hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg með ört vaxandi ferðamannastraumi til landsins. Helsta birtingarmynd þess um þessar mundir eru stór geymslusvæði þar sem bílum er raðað þétt á meðan beðið er eftir sumarvertíðinni sem er mun stærri en vetrarvertíðin.

Ljósmyndari Víkurfrétta flaug yfir geymslusvæði bílaleigubíla í í Helguvík og smellti af meðfylgjandi ljósmynd. Þarna bíða hélaðir bílaleigubílarnir spennandi ævintýra víðsvegar um land á nýju ári.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson