Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 4. mars 1999 kl. 22:08

BG OG STAPAFELL Í EINA SÆNG

Varahlutaverslun Stapafells og BG búðarinnar hafa verið sameinaðar og mun ný verslun opnuð í samvinnu við fleiri aðila í Bílakringlunni, Grófinni 8, innan tíðar. Talsverðar breytingar verða gerðar á búðinni í Grófinni og verður hún sökum þessa lokuð næstu 2 vikurnar. Stapafell, sem hefur rekið varahlutaverslun í Keflavík í meira en 45 ár, hefur nú selt húsnæðið þar sem varahlutaverslunin er nú. „Þessi fyrirtæki eiga sér langa sögu og sameiningin tvímælalaust söguleg“ sagði Birgir Guðnason í samtali við blm. Víkurfrétt. „Úr verður öflugra fyrirtæki sem stenst fullkomlega aukna samkeppni við höfuðborgarsvæðið.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024