Betri stofa Icelandair sú áttunda besta í heimi
- einungis tvær Evrópskar flughafnir komast á listann
Þjónustan á Saga Lounge „betri stofunni“ í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fær 4,2 af 5 mögulegum í einkunnargjöf fyrirtækisins Skytrax, en félagið safnar saman umsögnum flugfarþega um flugfélög og flugstöðvar. Betri stofan í flugstöðinn í Keflavík er í 8. sæti en einungis tvær Evrópskar flughafnir komast á listann yfir 20 bestu. Túristi.is greinir frá. Hin evrópska „betri stofan“ á topp 20 listanum sem Skytrax tekur saman, er á Heathrow flugvellinum í London.