Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Besti árangur í sögu Kaupfélags Suðurnesja
Frá aðalfundi Kaupfélags Suðurnesja í síðustu viku.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 25. mars 2022 kl. 08:05

Besti árangur í sögu Kaupfélags Suðurnesja

„Þetta er mjög ánægjulegt. Rekstur móðurfélags og dótturfélaga gekk mjög vel og starfsemin hefur aukist jafnt og þétt. Félagið er í meirihluta eigu Suðurnesjamanna en reksturinn hefur styrkst með útvíkkun um landið á síðustu tveimur áratugum,“ segir Skúli Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja en aðalfundur KSK var haldinn þann 17.mars. 

Hagnaður móðurfélagsins nam 510 milljónum sem er líklega besti árangur í sögu félagsins sem fagnaði 75 ára afmæli fyrir tveimur árum. Eiginfjárhutfall félagsins er 74% og félagið stendur traustum fótum. Félagslegir eigendur í KSK voru um síðustu áramót 7747. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rekstur Samkaupa gekk samkvæmt áætlun á s.l. ári, salan voru rúmir 40 milljarðar í 65 verslunum um allt land. Hagnaður Samkaupa var 460 milljónir en Kaupfélagið á 51% hlut í Samkaup. Samkaup opnaði 3 nýjar verslanir á síðasta. ári. Ómar Valdimarsson lætur af störfum sem forstjóri um næstu mánaðarmót eftir alls 26 ár hjá félaginu og við tekur Gunnar Egill Sigurðsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra verslunarsviðs. Í máli Skúla kom fram að 4 einstaklingar hafa gegnt starfinu frá því að félagið var stofnað 1998 og allir vaxið upp innan félagsins.

Fasteignafélagið KSK eignir var með veltu upp á 580 milljónir og hagnaður var 46 milljónir. Fasteignafélagið á 30 fasteignir í 21 sveitarfélagi, alls  32 þúsund fermetra húsnæðis sem nánast allt er í útleigu og nýting því góð.

Í samstæðureikningi kemur fram að heildarumfang samstæðu KSK eru 16 milljarðar króna, eiginfjárhlutfallið 30% og veltufjárhlutfall 1.04. 

Stjórn KSK:: Guðbjörg Ingimundardóttir, Sigurbjörn Gunnarsson, Skúli Skúlason form., Gerður Pétursdóttir, Eysteinn Eyjólfsson, Inga Brynja Magnúsdóttir. Sitjandi frá vinstri Jóhann Geirdal og Jóngeir Hlinason.

Alexandra Chernyshova, sópransöngkona, söng á aðalfundi KSK en hún er alin upp í Úkraínu. 

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var gestur aðalfundar KSK og fór yfir þróun mála hjá bæjarfélaginu.