„Besta líkamsræktarstöðin í bænum“
Ungt og kraftmikið athafnafólk hefur tekið við rekstri líkamsræktarstöðvarinnar Lífssstíls í Keflavík, það eru þau Pálmi Þór Erlingsson og unnusta hans Ásdís Arna Gottskálksdóttir viðskipta- og tölvufræðingur og Vignir Skúlason.
Unnið á hverri nóttu
„Við tókum við stöðinni þann 1. maí sl. og höfum verið á haus að taka allt í gegn. Við erum búin að vera hér á hverri einustu nóttu ásamt iðnaðarmönnum að mála, flísaleggja og gera þetta eins og við viljum hafa það. Fleiri breytinga er að vænta á næstunni en við tökum þetta skref fyrir skref“, segir Pálmi Þór en hann er framkvæmdastjóri Lífsstíls. Þremenningarnir reka einnig Gistiheimili og stúdíóíbúðir í Reykjavík og það er í því í nógu að snúast hjá þeim.
Mjög góð aðsókn
Þegar litast er um stöðina kemur í ljós að hún hefur tekið stakkaskiptum, sturtu- og búningsklefarnir eru orðinir mjög flottir enda segir Pálmi Þór að viðskiptavinirnir hafi kunnað vel að meta þessar breytingar. Aðsóknartölur styðja það því síðan þau tóku við fyrir tæpum mánuði síðan hefur verið 30% aukning í aðsókn, sem er miklu meira en nýju eigendurnir gerðu ráð fyrir í upphafi. Pálmi Þór segir að þau þurfi samt sem áður að auka aðsókn um 50% ef þau eigi að geta rekið stöðina á þeim gæðastaðli sem þau hafa í huga. „Eftir því sem viðskiptavinahópurinn er stærri, því betri þjónustu getum við boðið upp á og betra verð. Við erum nú þegar stærst líkamsræktarstöðin á svæðinu og með bestu aðstöðuna en við stefnum á að gera hana enn betri“, segir Pálmi Þór og Ásdís Arna tekur undir.
Lista- og íþróttaviðburðir
Á næstu vikum verða fimm nýjar hlaupabrautir teknar í notkun og stefna er líka að endurnýja ljósbekkina fyrir haustið. Í setustofunni má sjá falleg listaverk eftir Eirík Árna Sigtryggsson en verk eftir hann munu vera til sýnis í Lífsstíl í 2 mánuði. Ásdís Arna segir að þeim hafi fundist tilvalið að nýta plássið sem þarna er og gefa listamönnum kost á að koma sér á framfæri. Þau ætla líka að vera með beinar útsendingar á hnefaleikum, helstu leikjum í fótbolta og öðrum íþróttaviðburðum, þannig að það verður nóg um að vera fyrir íþróttaáhugafólk og aðra sem vilja fylgjast með því sem er að gerast og eyða tímanum í góðum félagsskap.
Vel menntað starfsfólk
Í Lísstíl starfar vel menntað starfsfólk og Ásdís Arna segir að þau séu líka með frábæra einkaþjálfara sem fari létt með að koma fólki í gott form. „Við höldum sömu kennurum og síðan munum við fá gestakennara sem hafa ekki verið áður hér suðurfrá. Nú eru þrjú námskeið farin af stað, sex vikna brennslunámskeið, 3 mánaða áskorendakeppni K-sports og Lífsstíls og 20 plús brennslunámskeið. Öll námskeiðin hafa verið afar vel sótt, framar öllum vonum því að öllu jöfnu er rólegra á vorin heldur á öðrum árstímum“, segir Pálmi Þór og auðheyranlegt er að hann er ánægður með hversu vel reksturinn hefur farið af stað.
Gott verð
Opnunartímar hjá Lífsstíl eru mjög rúmir en í haust lengist opnunartíminn enn frekar. Nú í sumar verður opið á virkum dögum frá kl. 5:30-22, á laugardögum frá kl. 8-19 og á sunnudögum frá kl. 10-16. Pálmi fullyrðir að þau séu einnig með bestu verðin á kortum. Þau verða með sérstakt tilboð á kortum til 15. júní nk., þá kostar árskortið 22 þúsund krónur, 6 mánaða kort 14.900 kr., 3 mánaða kort 7.900 kr. og mánaðarkortið 4.900 kr. Þess má geta að allir sem vilja fá frían prufutíma í Lífsstíl.
Unnið á hverri nóttu
„Við tókum við stöðinni þann 1. maí sl. og höfum verið á haus að taka allt í gegn. Við erum búin að vera hér á hverri einustu nóttu ásamt iðnaðarmönnum að mála, flísaleggja og gera þetta eins og við viljum hafa það. Fleiri breytinga er að vænta á næstunni en við tökum þetta skref fyrir skref“, segir Pálmi Þór en hann er framkvæmdastjóri Lífsstíls. Þremenningarnir reka einnig Gistiheimili og stúdíóíbúðir í Reykjavík og það er í því í nógu að snúast hjá þeim.
Mjög góð aðsókn
Þegar litast er um stöðina kemur í ljós að hún hefur tekið stakkaskiptum, sturtu- og búningsklefarnir eru orðinir mjög flottir enda segir Pálmi Þór að viðskiptavinirnir hafi kunnað vel að meta þessar breytingar. Aðsóknartölur styðja það því síðan þau tóku við fyrir tæpum mánuði síðan hefur verið 30% aukning í aðsókn, sem er miklu meira en nýju eigendurnir gerðu ráð fyrir í upphafi. Pálmi Þór segir að þau þurfi samt sem áður að auka aðsókn um 50% ef þau eigi að geta rekið stöðina á þeim gæðastaðli sem þau hafa í huga. „Eftir því sem viðskiptavinahópurinn er stærri, því betri þjónustu getum við boðið upp á og betra verð. Við erum nú þegar stærst líkamsræktarstöðin á svæðinu og með bestu aðstöðuna en við stefnum á að gera hana enn betri“, segir Pálmi Þór og Ásdís Arna tekur undir.
Lista- og íþróttaviðburðir
Á næstu vikum verða fimm nýjar hlaupabrautir teknar í notkun og stefna er líka að endurnýja ljósbekkina fyrir haustið. Í setustofunni má sjá falleg listaverk eftir Eirík Árna Sigtryggsson en verk eftir hann munu vera til sýnis í Lífsstíl í 2 mánuði. Ásdís Arna segir að þeim hafi fundist tilvalið að nýta plássið sem þarna er og gefa listamönnum kost á að koma sér á framfæri. Þau ætla líka að vera með beinar útsendingar á hnefaleikum, helstu leikjum í fótbolta og öðrum íþróttaviðburðum, þannig að það verður nóg um að vera fyrir íþróttaáhugafólk og aðra sem vilja fylgjast með því sem er að gerast og eyða tímanum í góðum félagsskap.
Vel menntað starfsfólk
Í Lísstíl starfar vel menntað starfsfólk og Ásdís Arna segir að þau séu líka með frábæra einkaþjálfara sem fari létt með að koma fólki í gott form. „Við höldum sömu kennurum og síðan munum við fá gestakennara sem hafa ekki verið áður hér suðurfrá. Nú eru þrjú námskeið farin af stað, sex vikna brennslunámskeið, 3 mánaða áskorendakeppni K-sports og Lífsstíls og 20 plús brennslunámskeið. Öll námskeiðin hafa verið afar vel sótt, framar öllum vonum því að öllu jöfnu er rólegra á vorin heldur á öðrum árstímum“, segir Pálmi Þór og auðheyranlegt er að hann er ánægður með hversu vel reksturinn hefur farið af stað.
Gott verð
Opnunartímar hjá Lífsstíl eru mjög rúmir en í haust lengist opnunartíminn enn frekar. Nú í sumar verður opið á virkum dögum frá kl. 5:30-22, á laugardögum frá kl. 8-19 og á sunnudögum frá kl. 10-16. Pálmi fullyrðir að þau séu einnig með bestu verðin á kortum. Þau verða með sérstakt tilboð á kortum til 15. júní nk., þá kostar árskortið 22 þúsund krónur, 6 mánaða kort 14.900 kr., 3 mánaða kort 7.900 kr. og mánaðarkortið 4.900 kr. Þess má geta að allir sem vilja fá frían prufutíma í Lífsstíl.