Atnorth
Atnorth

Viðskipti

Best nýttu hótelherbergin á Suðurnesjum
Laugardagur 8. október 2016 kl. 06:00

Best nýttu hótelherbergin á Suðurnesjum

Gistinætur á hótelum í ágúst voru 433.000 sem er 24% aukning miðað við ágúst 2015. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Hagstofunni fyrir gistinætur hótela sem eru opin allt árið. Gistinætur erlendra gesta voru 93% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 15%.
 
Nýting herbergja var best á Suðurnesjum í ágúst eða um 96,3%. Einnig var yfir 90% nýting á höfuðborgarsvæðinu (93,6%) og á Austurlandi (93,3%).
 
Flestar gistinætur á hótelum í ágúst voru á höfuðborgarsvæðinu eða 232.800 sem er 22% aukning miðað við ágúst 2015. Um 54% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 68.500. Erlendir gestir með flestar gistinætur í ágúst voru: Bandaríkjamenn með 96.000, Þjóðverjar með 79.600 og Bretar með 40.300 gistinætur.
 
Á tólf mánaða tímabili frá september 2015 til ágúst 2016 voru gistinætur á hótelum 3.389.000 sem er 29% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
 
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025