Bensínútsala ÓB: góðar undirtektir
Það voru margir bifreiðaeigendur sem lögðu leið sína að bensínstöð ÓB í Njarðvík sl. fimmtudag en þá var bensínlítrinn 12 krónum ódýrari en hann er venjulega, en tilboðið gilti frá klukkan tólf til tvö. ÓB stöðvarnar hafa tekið upp samstarf við útvarpsstöðvarnar Bylgjuna og FM957 þar sem slík tilboð verða tilkynnt með reglulegum hætti í sumar.Útvarpshlustendur Bylgjunnar og FM957 geta því átt vin á tilboðum sem þessum í sumar á bensínstöðvum ÓB um landið.
Mynd: Löng röð myndaðist við bensíntanka ÓB stöðvarinnar í Njarðvík þegar bensínlítrinn var 12 krónum ódýrari en venjulega.
Mynd: Löng röð myndaðist við bensíntanka ÓB stöðvarinnar í Njarðvík þegar bensínlítrinn var 12 krónum ódýrari en venjulega.