Bensín Orkunnar lægst á Suðurnesjum
Síðustu daga hefur farið fram mikið verðstríð á milli sjálfsafgreiðslubensínstöðva og fara Suðurnesjamenn ekki varhluta af því. Ódýrasta bensínið á Suðurnesjum er hjá bensínstöðinni Orkunni að Fitjum í Njarðvík en þar er líterinn af 95 oktana bensíni á 89,1. Á ÓB bensínstöðinni í Njarðvík er líterinn af 95 oktana bensíni á 89,2 krónur og á sjálfsafgreiðsludælum Esso við Hafnargötuna er líterinn af 95 oktana bensíni á 91,2 krónur. Algengt er að bensíntankur fólksbíla sé um 50 lítrar og ef reiknað er með að tankurinn sé fylltur þá kostar 4.455 krónur að fylla hann hjá Orkunni en 4.560 hjá Esso í sjálfsafgreiðslu. Munurinn er 105 krónur.
VF-ljósmynd: Verð á 95 oktana bensíni klukkan 8:30 í morgun á bensínstöð Orkunnar að Fitjum í Njarðvík.
VF-ljósmynd: Verð á 95 oktana bensíni klukkan 8:30 í morgun á bensínstöð Orkunnar að Fitjum í Njarðvík.