Bensín: Okrað á Suðurnesjamönnum
Samkeppni sjálfsafgreiðslubensínstöðvanna á Suðurnesjum er engin og stöðvarnar bjóða jafnframt upp á hæsta bensínverð á Íslandi. Stöðvarnar á Suðurnesjum eru að selja bensínlítrann fjórum krónum yfir því verði sem íbúar t.a.m. á Selfossi eða Akranesi eru að borga. Þetta á einnig við um það ef fólk er með afsláttarkort frá viðkomandi stöðvum.
Víkurfréttir könnuðu verðið hjá þremur stöðvum í Reykjanesbæ. Orkan á Fitjum selur bensínlítrann á 122,70 krónur en ÓB auglýsir bensínlítrann á 122,80 krónur. Það gerir Atlantsolía í Njarðvík einnig en þegar uppgefið verð á dælum er skoðað má fá bensínlítrann keyptan á 120,80 krónur, 121,80 krónur eða 122,80 krónur, eftir því hvaða dæla á sjálfsafgreiðslustöðinni er valin.
Þegar vefsíður olíufélaganna eru skoðaðar staðfestist það að Suðurnesjamenn greiða hæsta verðið á landinu fyrir eldsneyti í sjálfsafgreiðslu.
Efri mynd: Skiltin sem auglýsa eldsneytisverð utan við sjálfsafgreislustöðvarnar í Reykjanesbæ.
Neðri mynd: Það skiptir máli hvaða dæla Atlantsolíu í Reykjanesbæ er valin, hvort bensínlítrinn kostar frá 120,8 krónum og upp í 122,8 krónur. Stöðin auglýsir hins vegar hæsta verðið á skilti við stöðina.
Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson - [email protected]
Víkurfréttir könnuðu verðið hjá þremur stöðvum í Reykjanesbæ. Orkan á Fitjum selur bensínlítrann á 122,70 krónur en ÓB auglýsir bensínlítrann á 122,80 krónur. Það gerir Atlantsolía í Njarðvík einnig en þegar uppgefið verð á dælum er skoðað má fá bensínlítrann keyptan á 120,80 krónur, 121,80 krónur eða 122,80 krónur, eftir því hvaða dæla á sjálfsafgreiðslustöðinni er valin.
Þegar vefsíður olíufélaganna eru skoðaðar staðfestist það að Suðurnesjamenn greiða hæsta verðið á landinu fyrir eldsneyti í sjálfsafgreiðslu.
Efri mynd: Skiltin sem auglýsa eldsneytisverð utan við sjálfsafgreislustöðvarnar í Reykjanesbæ.
Neðri mynd: Það skiptir máli hvaða dæla Atlantsolíu í Reykjanesbæ er valin, hvort bensínlítrinn kostar frá 120,8 krónum og upp í 122,8 krónur. Stöðin auglýsir hins vegar hæsta verðið á skilti við stöðina.
Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson - [email protected]