Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bensín á niðursettu hjá N1
Miðvikudagur 2. apríl 2008 kl. 10:44

Bensín á niðursettu hjá N1



25 krónu afsláttur verður gefinn af þjónustuverði eldsneytis hjá olíufélaginu N1 í dag. Með því vill N1 sýna stuðning sinn við heimili landsins í verki, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu fyrirtækins.

Þar segir einnig: „Það er fyrirtækinu N1 ekki til hagsbóta, eða til að auðvelda sölu- og markaðsstarf þess, að innkaup frá erlendum birgjum í þeim vöruflokki sem mestu máli skiptir í rekstri félagsins, hækki nær stöðugt og að ójafnvægi sé á gengi íslensku krónunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á einu ári hefur heimsmarkaðsverð á bensíni hækkað um tæplega 40% og á díselolíu um rúmlega 60%. Á sama tíma hefur gengi USD hækkað um 15%. Þetta til samans hefur leitt til þess að eldsneytisverð er nú það hæsta sem sést hefur á Íslandi.“

Tekið er fram að önnur tilboð og afslættir gilda ekki á þessum tíma. Sama verð á eldsneyti verður í dag á öllum þjónustustöðvum N1 og EGO frá kl. 07:00 til kl. 19:00, miðvikudaginn 2. apríl - eða á meðan birgðir endast.

N1 boðar áframhald á aðgerðum þar sem á næstu dögum verði kynntar ýmsar leiðir til að lækka bílaútgjöld heimilanna.