Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Beint flug til 44 áfangastaða í sumar
Fimmtudagur 28. febrúar 2013 kl. 09:49

Beint flug til 44 áfangastaða í sumar

Það ríkir bjartsýni í ferðaþjónustunni og útlit er fyrir metár í fjölda flugferða til og frá landinu. Íslenskir túristar geta því komist án millilendingar til fjölmargra borga í N-Ameríku og Evrópu í sumar samkvæmt samantekt sem vefurinn Túristi.is tók saman.


Sá sem ætlar til Dusseldorf í sumar getur valið úr átta ferðum á viku frá Keflavík og ef ferðinni er heitið til Denver býður Icelandair upp á sex ferðir. Til London verður flogið að jafnaði fimm sinnum á dag og til Boston verður farið nærri þrisvar sinnum á hverjum degi.

Í fyrra fóru um 2,4 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll og voru Íslendingar tæpur þriðjungur af þeim fjölda, ef miðað er við talningar Isavia og Ferðamálastofu.

Íslenskir túristar njóta því góðs af vinsældum landsins meðal erlendra ferðamanna því hætt er við að úrvalið væri fátæklegra ef straumurinn lægi ekki hingað. Í heildinga verður flogið til fjörtíu og fjögurra áfangastaða og þar af eru Anchorage í Alaska og Sankti Pétursborg nýir af nálinni. Gríska eyjan Krít komst líka á kortið á nýjan leik en þangað verður flogið vikulega í sumar. Í heildina verða það sextán flugfélög sem halda upp í áætlunarflugi héðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Til átján landa

Síðustu ár hefur Icelandair fjölgað ferðum sínum og áfangastöðum í N-Ameríku og samtals eru bandarísku borgirnar átta sem flogið verður til í sumar, þar með talin er Orlandó en flugið þangað hættir í byrjun júní. Sjö þýskar borgir eru hluti að leiðakerfi Keflavíkurflugvallar og fjórar í Noregi og Bretlandi. Hins vegar verður áfram aðeins flogið til einnar borgar á Ítalíu og Sankti Pétursborg, Varsjá og Vilníus eru einu fulltrúar A-Evrópu.


View Áætlunarflug frá Keflavík sumarið 2013 in a larger map

Á kortinu hér fyrir ofan eru allar þær borgir sem flogið er beint til frá Keflavík í sumar og með því að smella á bláu pinnana má sjá hvaða félög fljúga hvert og hversu oft.