Baldur tekur við Sjóvá í Reykjanesbæ
Baldur Þ. Guðmundsson hefur tekið við starfi útibússtjóra Sjóvá í Reykjanesbæ af Geir Newman sem hefur sinnt því starfi í rúm 25 ár. Geir mun áfram verða til taks og sinna sérverkefnum fyrir Sjóvá en Baldur tekur við stjórn útibúsins nú um áramótin.
Baldur var markaðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík síðasta áratuginn og hefur einnig kennt við FS og MSS. Þjónusta Sjóvá mun engum breytingum taka við mannaskiptin.
Myndin: Geir Newman og Baldur Guðmundsson í útibúi Sjóvár í gær. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson