Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bæjarstjórinn opnaði Krambúðina í Innri Njarðvík
Radmilla Medic verslunarstjóri Krambúðarinnar í Innri Njarðvík og Anna Lilja Þorvaldsdóttir, sem var fyrsti viðskiptavinur verslunarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 23. nóvember 2018 kl. 15:32

Bæjarstjórinn opnaði Krambúðina í Innri Njarðvík

- Anna Lilja Þorvaldsdóttir fyrsti viðskiptavinurinn

Anna Lilja Þorvaldsdóttir var fyrsti viðskiptavinur nýrrar Krambúðar sem opnaði að Tjarnabraut í Innri Njarðvík í hádeginu í dag. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar opnaði Krambúðina formlega en nýja Krambúðin við Tjarnabraut er fyrsta matvöruverslunin í Innri-Njarðvík í langan tíma. Síðast var rekin matvöruverslun í Innri-Njarðvík fyrir áratugum og lokaði hún nálægt síðustu aldamótum. Sú verslun var neðst á Njarðvíkurbrautinni.
 
Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segist ánægður með að Krambúðin fái nú tækifæri til að blómstra í Njarðvík. Þar séu tækifæri í verslunarumhverfi fjölmörg og spennandi verði að fá að taka þátt í að móta það umhverfi.
 
„Við höfum góða reynslu af Krambúðinni í næsta nágrenni, þ.e. Reykjanesbæ og finnum að Suðurnesjamenn vilja nýta sér þjónustu Krambúðarinnar. Styrkleikar Krambúðarinnar felast m.a. í að hún er svokölluð þægindaverslun með langan opnunartíma en á sama tíma með allar helstu heimilisvörur á hagstæðu verði. Við leggjum mikið upp úr að nauðsynjavörur séu á lægra verði en áður hefur sést í sambærilegum verslunum á Íslandi,” segir Gunnar Egill.
 
Líkt og með aðrar verslanir Krambúðarinnar er einkunnarorðum verslunarinnar Opnum snemma - lokum seint haldið hátt á lofti en verslunin í Innri Njarðvík verður opin frá klukkan 08.00- 23.30 á virkum dögum en 09.00- 23.30 um helgar.

 
Ómar Valdimarsson forstjóri Samkaupa hf., Radmilla Medic verslunarstjóri Krambúðarinnar í Innri Njarðvík, Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri  verslunarsviðs Samkaupa og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024