BADDI FYRSTI VIÐSKIPTAVINURINN
Hann Baddi í bílabúð Stapafells var fyrsti viðskiptavinur stúlknanna á Hársnyrtistofunni Okkar sem opnaði fyrir rúmri viku í Stapafellshúsinu að Hafnargötu 32 þar sem bílabúðin var áður til húsa.Það eru fjórar stúlkur sem hafa hendur í hári viðskiptavina Hársnyrtistofunnar Okkar en það eru þær Kolla, Alma, Bjarnveig og Helena. Á meðfylgjandi mynd er það Bjarnveig sem sá um hársnyrtingu Badda. Honum þótti vel hafa tekist til við breytingarnar á húsinu og sama má segja um klippinguna.VF-tölvumynd: Dúdda!