Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

AVIS hraðhleðslustöð fyrir alla á Keflavíkurflugvelli
Föstudagur 9. september 2022 kl. 10:46

AVIS hraðhleðslustöð fyrir alla á Keflavíkurflugvelli

AVIS hefur sett upp hraðhleðslustöð fyrir rafbíla sem staðsett er utan gjaldskylds svæðis á Keflavíkurflugvelli og stendur til boða fyrir almenning.

„Við viljum leggja okkar af mörkum í rafbílavæðingu á Íslandi og með uppsetningu á þessari hraðhleðslustöð mun það gera starfsfólki flugvallarsvæðisins sem og atvinnubílstjórum sem keyra t.d mikið á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur og kjósa sér rafbíl sem valkost talsvert auðveldara fyrir að viðhalda orkunni í rafbílunum sínum,“ Segir Axel Gómez, framkvæmdastjóri AVIS á Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stöðin inniheldur eitt Chademo tengi og þrjú CCS tengi sem afkasta allt að 188kW.

„Allir eru velkomnir að hlaða í hraðhleðslustöð AVIS sem staðsett er á Arnarvöllum 2,“ segir Axel að lokum.

Greitt er hleðslugjald samkvæmt gjaldskrá Ísorku.