Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Avis bílaleiga umhverfisvæn og léttir á umferð á Reykjanesbrautinni
Sunnudagur 20. maí 2012 kl. 14:34

Avis bílaleiga umhverfisvæn og léttir á umferð á Reykjanesbrautinni

Nýverið tók Avis bílaleiga í notkun nýjan bílaflutningarbíl en þessi bíll er einn af stærstu bílaflutningarbílum sem eru í notkun á Íslandi en hann getur flutt allt upp í 10 bíla í einu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bifreiðin er af gerðinni Daf og uppfyllir Euro 5 staðal varðandi mengun og sparneytni.

Bíllin er rækilega merktur og mun eflaust vekja athygli í umferðinni en hann verður að mestu notaður til að flytja bíla á milli Reykjavíkur og Keflavíkur, en þar er ein aðal útleigustöð Avis.

Yfir háannatímann er Avis bílaleiga að keyra Reykjanesbrautina upp í 50 bíla á dag þannig að það mun létta töluvert á umferð og mengun þegar hátt í 10 bílar geta verið ferjaðir í einni ferð.

Nánari upplýsingar um EURO 5 staðal má finna á eftirfarandi slóð http://www.euractiv.com/transport/euro-5-emissions-standards-cars/article-133325