Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Aukning í bílasölu - K.Steinarsson afhendir fyrsta Suzuki bílinn
Mánudagur 25. júní 2012 kl. 11:42

Aukning í bílasölu - K.Steinarsson afhendir fyrsta Suzuki bílinn



„Þetta er allt í rétta átt og við finnum mjög mikið fyrir auknum áhuga og fyrirspurnum,“ segir Kjartan Steinarsson, bílasali en hann bætti nýlega Suzuki bílum við í framboð sitt á bílasölunni og afhenti þann fyrsta Bílaleigu Keflavíkur á föstudaginn.

Ragnar Róbertsson eigandi Bílaleigu Keflavíkur tók við lyklunum af splunkunýjum Grand Vitara jeppa hjá Kjartani og sagðist vera að byggja upp og efla flotann í leigunni sem var stofnuð fyrir tveimur árum. „Ég var með bílapartasölu í Hafnarfirði en hef nú snúið mér alfarið að bílaleigu og hef fengið mest mín viðskipti frá tveimur ferðaþjónustuaðilum í útlöndum,“ sagði Ragnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

K.Steinarsson er með umboð frá Öskju sem er með Mercedes Benz og KIA bíla en bætti nýlega Suzuki í hópinn. Kjartan segir að það hafi verið mikil aukning í sölu á KIA sem hafa verið að koma sterkir inn á markaðinn, sérstaklega í minni og sparneytnari bílum.