Aukið úrval og sömu verð hjá K-flugeldum
Flugeldasala Knattspyrnudeildar Keflavíkur er að Iðavöllum 7 í Reykjanesbæ og er opin daglega frá kl. 10-22. Á gamlársdag er opið frá kl. 10-16. Keflvíkingar eru bjartsýnir á flugeldasöluna fyrir áramótin.
Að sögn Ólafs Bjarnasonar, sem hefur umsjón með flugeldasölu knattspyrnudeildar Keflavíkur, þá er aukið vöruúrval í ár frá því sem var í fyrra. Verðin í ár eru óbreytt. Sumar vörur hækkuðu í fyrra en í mörgum tilvikum þá tóku K-flugeldar á sig hækkunina, m.a til að bregðast við samkeppni frá einkaaðilum. Ólafur segist vonast til þess að íbúar Reykjanesbæjar hugsi bæði til knattspyrnudeildarinnar og björgunarsveitarinnar áður en farið er annað til að kaupa flugelda fyrir áramótin.