Auður í krafti kvenna: Guðbjörg Glóð hlaut verðlaun
Í gær voru veitt verðlaun í verkefninu Auður í krafti kvenna, en verkefninu lauk formlega í gær eftir þriggja ára starf og hlaut Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi fiskbúðarinnar Fylgifiskar Auðarverðlaunin. Guðbjörg Glóð hefur rekið fiskbúðina undanfarin misseri og er ekki um hefðbundna fiskbúð að ræða því þar eru á boðstólum fjölbreyttir og nýstárlegir fiskréttir. Hlutverk verkefnisins Auður í krafti kvenna hefur verið að leysa úr læðingi þann auð sem býr í konum með því að auka þátttöku þeirra í atvinnusköpun og stuðla þannig að auknum hagvexti á Íslandi. Alls hafa 1.480 konur tekið beinan þátt í verkefnum Auðar á því þriggja ára tímabili sem verkefnið hefur verið starfrækt.
Ljósmynd: Guðbjörg Glóð í verslun sinni Fylgifiskum á Suðurlandsbraut.
Ljósmynd: Guðbjörg Glóð í verslun sinni Fylgifiskum á Suðurlandsbraut.