Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Auður Capital kaupir stóran hlut í Gagnavörslunni
Föstudagur 13. ágúst 2010 kl. 12:24

Auður Capital kaupir stóran hlut í Gagnavörslunni


AUÐUR I, fagfjárfestasjóður rekinn af Auði Capital, hefur fest kaup á tæplega 22% hlut í Gagnavörslunni ehf á Ásbrú.

Í tilkynningu segir að Gagnavarslan er óháð þekkingarfyrirtæki sem býður þjónustu og hugbúnaðarlausnir á sviði gagnavörslu og upplýsingastýringar. Starfsmenn eru um 40 talsins og forstjóri er Brynja Guðmundsdóttir.

Gagnavarslan hefur á afar skömmum tíma náð að skapa sér sterka stöðu og laðað að sér gott teymi sérhæfðs starfsfólks auk þess að byggja upp viðskiptasambönd við mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, segir í tilkynningu.

Fjárfesting AUÐAR I er hluti af hlutafjáraukningu Gagnavörslunnar en auk AUÐAR I taka Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og einstaklingar þátt í aukningunni. Eftir hlutafjáraukninguna eru Brynja Guðmundsdóttir, AUÐUR I og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins stærstu hluthafar félagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024