Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Atmos ehf. kynnir Google Apps samskipta- og samvinnulausnina
Miðvikudagur 10. mars 2010 kl. 15:02

Atmos ehf. kynnir Google Apps samskipta- og samvinnulausnina

Atmos ehf. hlaut nú í byrjun árs vottun frá Google sem endursölu- og þjónustuaðili fyrir Google Apps™ , heildstæða samskipta- og samvinnulausn frá Google. Atmos mun veita uppsetningar- og innleiðingarþjónustu fyrir Google Apps, auk ráðgjafar og kennslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


"Að hljóta vottun frá Google sem endursölu- og þjónustuaðili fyrir Google Apps gerir okkur kleift að auka verulega virði Google Apps fyrir íslenskan markað. Atmos sérhæfir sig í þjónustu við upplýsingatæknilausnir í hugbúnaðaráskrift í skýinu (e. Software-as-a-Service (SaaS) og Cloud Computing) og eina fyrirtækið hérlendis sem einbeitir sér fyrst og fremst að þjónustu við Google Apps. Við getum því boðið upp á toppþjónustu fyrir þá sem vilja taka skrefið yfir í áhrifaríkari og hagkvæmari starfsemi með þessari frábæru samskipta- og samvinnulausn," segir Þóranna K. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Atmos.


Google Apps færir fyrirtækjum einfalda en áhrifaríka samskipta- og samvinnulausn á mjög hagstæðum kjörum. Með Google Apps geta notendur notað forrit eins og Gmail™ tölvupóstþjónustu, Google Talk™ spjallþjónustu, Google Calendar™ dagatöl, Google Docs™ skjalageymslu og -vinnslu, Google Sites™ vefsíður og Google Groups™ hóplausn sem fyrirtæki geta notað undir eigin léni og gerir samvinnu innan fyrirtækja mun áhrifameiri. Öll gögn og forrit eru vistuð hjá Google, þannig að ekki þarf að kaupa tækjabúnaðinn eða hlaða niður forritunum, setja þau inn eða viðhalda hvoru tveggja. Eina sem þarf er vafri og aðgangur að netinu. Fyrirtækjum býðst áskrift að Premier útgáfu Google Apps fyrir jafnvirði USD50 fyrir notanda á ári en Google býður einnig upp á fría útgáfu fyrir menntastofnanir (Education Edition), auk þess sem Standard útgáfan er frí á netinu fyrir almenning.


Sífellt fleiri fyrirtæki, skólar og stofnanir eru að nota Google Apps. Meðal þeirra má nefna Hreyfingu heilsu- og líkamsræktarstöð, Prudential, Fujisoft, Listaháskóla Íslands, Los Angeles City Council, Motorola, University of Westminster, Guardian News and Media Group, Linköping University, Johnson & Diversey, Northwestern University, New South Wales Department of Education and Training, Telegraph Media Group - nú yfir tvær milljónir fyrirtækja og menntastofnanir með yfir 7 milljón nemendur!


Atmos mun á næstunni halda opnar kynningar á Google Apps. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um fyrirhugaðar kynningar, en einnig er hægt að panta kynningu í síma 420 5800 eða senda tölvupóst á [email protected]. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Atmos, atmos.is. Þar má einnig finna upplýsingar um fyrirtækið og þjónustu þess, og greinargóðar upplýsingar um Google Apps.

Atmos og Google Apps á sýningunni Netið 2010 í Smáralindinni
Helgina 12.-14. mars. Sýningin er öllum opinn og aðgangur er frír


Kynning á Google Apps Premier Edition fyrir fyrirtæki
Í sal Tannlæknafélags Íslands, Síðumúla 35, 108 Reykjavík
Miðvikudaginn 24. mars - Ath! Boðið er upp á tvo kynningartíma:
Kl. 9:15-10:45
Kl. 16:00-17:30


Atmos og Google Apps á Opnum degi á Ásbrú
Fimmtudaginn 22. apríl (sumardaginn fyrsta). Nánari tímasetning þegar nær dregur.
Frekari upplýsingar verða á atmos.is og asbru.is
Eldvörp, Flugvallarbraut 752, Ásbrú, 235 Reykjanesbæ (á móti Virkjun)