Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Árnína Steinunn Kristjánsdóttir ráðin til SpKef Sparisjóðs
Mánudagur 7. júní 2010 kl. 10:10

Árnína Steinunn Kristjánsdóttir ráðin til SpKef Sparisjóðs


SpKef sparisjóður hefur ráðið Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur í stöðu regluvarðar hjá sjóðnum.  Árnína hefur síðastliðinn 6 ár starfað sem lögfræðingur NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi. Árnína lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001, hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2002 og lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2006.


Árnína hefur setið í nefndum á vegum Viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti og lögum um kauphallir auk þess sem hún var starfsmaður Yfirtökunefndar þau ár sem hún starfaði. Árnína átti einnig sæti í samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila. Þá hefur Árnína kennt námskeið í verðbréfanámi í HR, auk stundakennslu í viðskiptalögfræði við sama skóla og Endurmenntun HÍ. Árnína hefur verið formaður barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar frá árinu 2002. Árnína er gift Kristjáni Árna Jakobssyni viðskiptafræðingi og eiga þau einn son.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024