Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Anna Rósa grasalæknir með kynningu í Heilsuhúsinu
Fimmtudagur 11. mars 2010 kl. 15:14

Anna Rósa grasalæknir með kynningu í Heilsuhúsinu


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir, ein af fáum menntuðum grasalæknum  landinu kom nýlega á markað með fjórtán vörutegundir undir eigin nafni og
verður með kynningu í Heilsuhúsinu Reykjanesbæ föstudaginn 12. Mars kl. 16.00-18.00.

Anna Rósa grasalæknir hefur áralanga reynslu í ráðgjöf og gerð tinktúra, krema og smyrsla. Í nýju vörulínunni eru snyrtivörukrem, græðandi smyrsl og tinktúrur allt unnið úr ómenguðum íslenskum lækningajurtum sem Anna Rósa tínir sjálf. Tinktúrurnar eru jurtablöndur þar sem virk efni úr lækningajurtum hafa verið leyst upp í vínanda og eru taldar góðar við ýmsum kvillum. Þær hafa m.a. þótt góðar fyrir meltinguna, flensu, blöðruhálskirtil, bjúgsöfnun, húðkvilla og einkenni breytingaskeiðsins. Anna Rósa grasalæknir handhrærir öll kremin sjálf, en ásamt því að nota ómengaðar lækningajurtir eins og vallhumal, kamillu og morgunfrú, þá innihalda kremin einnig mikið af lífrænum hráefnum eins og t.d kakó- og sheasmjör sem eru einstaklega rakagefandi fyrir þurra húð. Kremin innihalda ekki paraben rotvarnarefni, lanólín eða kemísk ilmefni. Nánari upplýsingar um vörurnar hjá Önnu Rósu grasalækni má finna á www.annarosa.is