Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Andrea Róbertsdóttir nýr framkvæmdastjóri hjá Kaffitári
Þriðjudagur 6. febrúar 2018 kl. 10:03

Andrea Róbertsdóttir nýr framkvæmdastjóri hjá Kaffitári

Andrea Róbertsdóttir er nýr framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs. Áður var hún mannauðsstjóri RÚV og forstöðumaður hjá Tali sem hefur skilað henni víðtækri stjórnendareynslu. Andrea er með MS gráðu frá viðskipta- og hagfræðideild í mannauðsstjórnun, BA gráðu í félags- og kynjafræði og hefur lokið MA-diplóma í jákvæðri sálfræði. Hefur Andrea verið starfandi ráðgjafi á sviði stjórnunnar samhliða námi síðustu misserin.
 
Kaffitár rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu í Bankastræti, Höfðatorgi, Kringlunni, Perlunni og Þjóðminjasafninu. Í Kruðerí Kaffitárs Nýbýlavegi í Kópavogi og Kruðerí Kaffitárs á Stórhöfða er kaffihús en þar má einnig finna bakarí. Kruðerí Kaffitárs sér um framleiðslu á öllu meðlæti fyrir kaffihúsin og eru allar veitingarnar framleiddar frá grunni af sömu ástríðu og lögð er í kaffið.
 
Sem ein vinsælasta kaffihúsakeðja landsins hefur Kaffitár verið öflugur boðberi umhverfisvænna hátta og lítur á það sem samfélagslega ábyrgð sína að huga að umhverfismálum allt frá baun í bolla. Þannig voru kaffihús Kaffitárs fyrst hér á landi til að fá vottun umhverfismerkis Svansins árið 2010. Hefur Kaffitár einnig hlotið umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir öflugt umhverfisstarf.
 
Kaffitár er í eigu hjónanna Aðalheiðar Héðinsdóttur og Eiríks Hilmarssonar sem stofnuðu Kaffitár árið 1990. Þau reka einnig nýja veitingastað í Perlunni, Út í bláinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024