Ánægð með hvernig jólaverslunin fer af stað
Hafdís Lúðvíksdóttir hefur rekið verslunina Smart í nokkur ár og er ánægð með hvernig jólaverslunin fer af stað. Verslunin flutti nýlega í nýtt húsnæði við Hafnargötu 35 þar sem skóbúðin var áður til húsa. Þá stækkaði rýmið töluvert og vöruúrvalið jókst að sama skapi. Í Smart eru seld falleg undirföt, náttföt, skart, fylgihlutir, ilmir fyrir konur og karla og snyrtivörur frá No Name og Revlon. Ragnheiður Gunnarsdóttir, naglafræðingur býður einnig upp á ásetningu gelnagla í versluninni.
„Skinnin eru búin að vera mjög vinsæl fyrir jólin en þau eru notuð sem kragar á jakka og kápur.
Undirfötin eru alltaf vinsæl í jólapakkann handa dömunni. Sumir karlmenn vita alveg hvað þeir vilja og hvaða númer konan þeirra notar en aðrir eru ekki eins vissir. Það er ekkert mál, því við gefum þeim þá góð ráð og aðstoðum þá við að finna réttu gjöfina“, segir Hafdís brosandi.
Undirfatatískan breytist eins og önnur tíska en að sögn Hafdísar eru einfaldari undirföt nú í tísku, minna um blúndur en meira lagt upp úr flottri glansáferð. „Það fer betur að vera í sléttum undirfötum undir þröngum fötum og G-strengurinn fer sömuleiðis best undir buxur og pils. Konur kaupa nú orðið eingöngu nærbuxur með G-streng en þær eldri vilja áfram venjulegar nærbuxur. Í stuttu máli þá er jólatískan í undirfötunum rauð með glansáferð en yngri stelpurnar eru veikar fyrir undirfötum með hermannamynstri.“
Yngstu dömurnar hafa líka gaman af því að vera fínar á jólunum og því eru Barbie náttfötin tilvalin í jólapakkan fyrir þær, en þau fást fyrir 3-10 ára stúlkur. Förðunin í ár er fremur náttúruleg að sögn Hafdísar. Minna meik og meira um gljáa, bæði á andliti, augum og vörum. „Augnförðun hefur mildast í litum en er með miklum gljáa og glimmerkornin að detta út. Eldri konur halda sig hins vegar áfram við hefðbundnari förðun og mattari liti“, segir Hafdís. Þá er það komið á hreint hvernig konur eiga að líta út um jólin, yst sem innst ef þær vilja fylgja nýjustu tískustraumum.
„Skinnin eru búin að vera mjög vinsæl fyrir jólin en þau eru notuð sem kragar á jakka og kápur.
Undirfötin eru alltaf vinsæl í jólapakkann handa dömunni. Sumir karlmenn vita alveg hvað þeir vilja og hvaða númer konan þeirra notar en aðrir eru ekki eins vissir. Það er ekkert mál, því við gefum þeim þá góð ráð og aðstoðum þá við að finna réttu gjöfina“, segir Hafdís brosandi.
Undirfatatískan breytist eins og önnur tíska en að sögn Hafdísar eru einfaldari undirföt nú í tísku, minna um blúndur en meira lagt upp úr flottri glansáferð. „Það fer betur að vera í sléttum undirfötum undir þröngum fötum og G-strengurinn fer sömuleiðis best undir buxur og pils. Konur kaupa nú orðið eingöngu nærbuxur með G-streng en þær eldri vilja áfram venjulegar nærbuxur. Í stuttu máli þá er jólatískan í undirfötunum rauð með glansáferð en yngri stelpurnar eru veikar fyrir undirfötum með hermannamynstri.“
Yngstu dömurnar hafa líka gaman af því að vera fínar á jólunum og því eru Barbie náttfötin tilvalin í jólapakkan fyrir þær, en þau fást fyrir 3-10 ára stúlkur. Förðunin í ár er fremur náttúruleg að sögn Hafdísar. Minna meik og meira um gljáa, bæði á andliti, augum og vörum. „Augnförðun hefur mildast í litum en er með miklum gljáa og glimmerkornin að detta út. Eldri konur halda sig hins vegar áfram við hefðbundnari förðun og mattari liti“, segir Hafdís. Þá er það komið á hreint hvernig konur eiga að líta út um jólin, yst sem innst ef þær vilja fylgja nýjustu tískustraumum.