Viðskipti

Alþjóðlegt fyrirtæki á sviði skýalausna til Verne Global
Miðvikudagur 22. febrúar 2017 kl. 13:47

Alþjóðlegt fyrirtæki á sviði skýalausna til Verne Global

ThreatMetrix, alþjóðlegt fyrirtæki á sviði skýjalausna hefur bæst í hóp viðskiptavina Verne Global gagnaversins á Ásbrú. ThreatMetrix bætist í hinn vaxandi hóp alþjóðlegra fyrirtækja sem eru í fremstu röð á sínu sviði eins og BMW Group, Volkswagen, Datto, og Earlham Institute sem nýta sér aðgengi Verne Global að raforkukerfi Íslands til lækkunar rekstrarkostnaðar og getu þess til að mæta stærðarhagkvæmni í tengslum við auknar kröfur um vinnslugetu í framtíðinni.

Verne Global mun veita ThreatMetrix aukna vaxtarmöguleika sem sem eru fyrirækinu nauðsynlegir til að ráða við vaxandi fjölda viðskiptavina þess um allan heim. Gagnaver Verne Global á Íslandi mun útvega innviði sem styðja við vöxt ThreatMetrix með því að virka sem gátt fyrir rannsóknir og þróun auk viðlagabjörgunar, segir í fréttatilkynningu frá Verne Global.

 „Með þeim vaxtarhraða sem ThreatMetrix er að ganga í gegnum núna þurfum við aukið rými í gagnaverum og við höfum skuldbundið okkur til að gera það með eins skilvirkum og sjálfbærum hætti og unnt er“, segir Phil Steffora, ThreatMetrix. „Lágur rekstrarkostnaður og græn orka gerðu Verne Global að upplögðum valkosti til að þjóna vaxandi fjölda viðskiptavina okkar um heim allan sem best“.
Í dag starfa fyrirtæki í stafrænu hagkerfi þar sem upplýsingagögn eru gríðarmikil að vexti, samtengd og sjálfvirk. ThreatMetrix er leiðandi á sviði skýjalausna sem eru notaðar til að auðkenna stafræna aðila og netviðskipti. Fyrirtækið sannreynir meira en tvo milljarða færslna í hverjum mánuði og styður þannig við 30.000 vefsíður og 4.500 viðskiptavini um heim allan, þ.á.m. AirBnB, Best Buy, Commercial Bank of Dubai, Lyft, Rabobank, Raiffesenbank, Sabadell Bank, TD Bank, Ticketmaster, TripAdvisor og Yandex.Money.

Verne Global hjálpar ThreatMetrix að leysa tvö helstu vandamál sem fyrirtæki sem vinna með mikið gagnamagn í alþjóðlegu hagkerfi nútímans standa frammi fyrir – vaxandi orkukostnað og umhverfisábyrgð. Verne Global er knúið með náttúrulegri jarðhita- og vatnsorku sem gerir ThreatMetrix kleift að vera sveigjanlegt og samkeppnishæft í heimi hraðra breytinga þegar kemur að efnahagsaðstæðum- og ógnunum, en skilja þó eftir sig minnsta mögulega kolefnisfótspor.
 „ThreatMetrix er dæmi um þau framsýnu fyriræki í mikilli gagnavinnslu sem leita til Verne Global til að halda utan um kjörnýtingu vinnuálags og vera skrefi á undan áskorunum á sviði gagna- og tölvuvinnslu þegar þau horfa til stærðarhagkvæmni“, segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. „Á sama tíma og kröfur um vinnslugetu vélbúnaðar fara vaxandi getur Verne Global veitt ThreatMetrix þann áreiðanleika, öryggi og hnökralausu stækkun sem það krefst.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024