Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

„Alltaf einn og einn húmoristi sem hringir inn“
Miðvikudagur 23. mars 2011 kl. 09:53

„Alltaf einn og einn húmoristi sem hringir inn“

-segir Íris Sigtryggsdóttir, svæðisstjóri Já í Reykjanesbæ

„Þetta fyrirtæki er alveg til fyrirmyndar hvað varðar umönnun starfsfólks og tækni,“ segir Íris Sigtryggsdóttir, svæðisstjóri Já í Reykjanesbæ. Útibú Já í Reykjanesbæ opnaði 1. júní 2006 og störfuðu þá sex einstaklingar þar. Útibúið hefur farið ört stækkandi síðan þá og eru nú í það heila 33 starfsmenn starfandi við útibúið, þar af eru 13 fastráðnir og um 20 í minni störfum.

Íris sagði Já vera í auglýsingaherferð þar sem hvatt er til að hringja í 118 og leggur Já áherslu á að reyna svara öllu. Hún tók þá líka fram að sumir væru að hringja inn og reyna að klekkja á starfsmönnum með erfiðum spurningum. „Það er alltaf einn og einn húmoristi sem hringir inn en við reynum eins og við getum að svara spurningunum. Þetta getur líka oft verið bara gaman og fyndið,“ sagði Íris. „Einhvern tíman hringdi stúlka inn í Já, reyndar ekki hérna hjá okkur, en hún var að leita af strák sem hún hafði hitt helgina áður og mundi ekkert um hann nema hver frænka hans var. Það vildi svo skemmtilega til að starfsmaðurinn, sem svaraði hjá Já, var úr sama bæjarfélagi og stelpan og gat fundið númerið handa henni. Hún kom þeim í samband og í dag eru þau hamingjusamlega gift.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024