Allir geta lært á tölvur
Tölvuskóli Suðurnesja er loksins kominn í nýtt húsnæði við Hafnargötu, fyrir ofan verslunina 10-11. Í nýja húsnæðinu sameinast Tölvuskóli Suðurnesja og teikni- og ljósritunarstofan Aðstoð.
Að sögn Sigurðar Friðrikssonar, eiganda hefur verið mikil uppsveifla í Tölvuskólanum síðustu tvö ár. Námskeið í Tölvuskólans er mörg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem menn eru byrjendur, vilji læra kerfisfræði, skrifstofu og bókhaldsnám eða vefsíðugerð. Tölvuskóli Suðurnesja býður upp á einn besta aðbúnað til tölvukennslu á landinu en þeir nota sk. Smart board sem er eina sinnar tegundar á Íslandi en er notað til tölvukennslu víðsvegar um Evrópu. „Skráning á námskeið hefur verið mjög góð en vefsíðugerðarnámskeiðin er mjög vinsæl sem og byrjendanámskeiðin“, segir Sigurður en þegar ljósmyndari VF leit við í vikunni var fullt út úr dyrum í báðum kennslustofunum og einbeitingin skein úr hverju andliti.
Að sögn Sigurðar Friðrikssonar, eiganda hefur verið mikil uppsveifla í Tölvuskólanum síðustu tvö ár. Námskeið í Tölvuskólans er mörg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem menn eru byrjendur, vilji læra kerfisfræði, skrifstofu og bókhaldsnám eða vefsíðugerð. Tölvuskóli Suðurnesja býður upp á einn besta aðbúnað til tölvukennslu á landinu en þeir nota sk. Smart board sem er eina sinnar tegundar á Íslandi en er notað til tölvukennslu víðsvegar um Evrópu. „Skráning á námskeið hefur verið mjög góð en vefsíðugerðarnámskeiðin er mjög vinsæl sem og byrjendanámskeiðin“, segir Sigurður en þegar ljósmyndari VF leit við í vikunni var fullt út úr dyrum í báðum kennslustofunum og einbeitingin skein úr hverju andliti.