Allir flokkar vilja ríkið úr verslunarrekstri í flugstöðinni
Allir flokkar sem nú eru á þingi hafa staðfest við Samtök verslunar og þjónustu að þeir vilji að ríkið dragi sig úr verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálaflokkarnir hafa svarað nokkrum spurningum SVÞ um málefni sem varða verslun og þjónustu. Í svörunum kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem ekki vildi gera breytingu á núverandi verslunarrekstri ríkisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nú hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskað eftir leiðréttingu á fyrra svari sínu í samræmi við ályktun á landsfundi flokksins nýlega, þar sem segir að mikilvægt sé að ríkið dragi sig úr verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar með er ljóst að allir þingflokkarnir lýsa því yfir að ríkið eigi að hætta verslunarrekstri í Flugstöðinni og væntanlega á öðrum flugvöllum jafnframt, segir í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu.Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð samkeppnisráðs um að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafi misbeitt markaðsráðandi stöðu sinni gagnvart einkareknum verslunum í flugstöðinni þegar fór fram forval um aðgang og afnot af verslunar- og þjónusturými.
Frétt: Vísir.is
Ljósm.: Mats
Frétt: Vísir.is
Ljósm.: Mats