Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Algalíf hlýtur Alþjóðlegu líftækniverðlaunin 2021
Fimmtudagur 6. maí 2021 kl. 11:26

Algalíf hlýtur Alþjóðlegu líftækniverðlaunin 2021

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Algalíf hlýtur Alþjóðlegu líftækniverðlaunin 2021 (e. Biotechnology Awarsds) sem besti framleiðandi á afurðum úr náttúrulegu astaxanthíni.

Verðlaunin eru veitt árlega í nokkrum mismunandi flokkum, en Algalíf er fyrsta íslenska fyrirtækið til að vinna þau. Þetta er í sjötta sinn sem Alþjóðlegu líftækniverðlaunin eru veitt. Algalíf framleiðir astaxanthín úr örþörungum sem ræktaðir eru í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verðlaunin eru veitt af tímaritinu Global Health and Pharma sem er eitt víðlesnasta og virtasta fagtímarit á sviði heilsuvísinda. Útgefandi er AI Global Media í Bretlandi gefur út tólf mismunandi fagtímarit sem mörg eru leiðandi í umfjöllun á sínu sviði.

Algalíf er lang stærsta örþörungafyrirtæki á Íslandi og í fararbroddi í Evrópu. Það hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálfbærni, gæði og afhendingaröryggi. 

„Starfsemin hefur gengið mjög að undanförnu og það er afskaplega ánægjulegt að fá viðurkenningu í formi þessara virtu verðlauna“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs. 

Suðurnesjamagasín heimsótti Orra og Algalíf fyrr á þessu ári og sjá má innslagið hér með fréttinni.

Í lok síðasta árs var tilkynnt um fyrirhugaða fjögurra milljarða króna stækkun fyrirtækisins. Sérhæft og vel menntað starfsfólk heldur framleiðslukostnaði Algalífs í skefjum með nýsköpun og nýtingu hátæknilausna á öllum stigum. „Þessi verðlaun eru fyrst og fremst rós í hnappagatið fyrir starfsfólk Algalífs“ segir Orri Björnsson, forstjóri.

Nýlega kynnti Algalíf metnaðarfulla umhverfisstefnu en öll framleiðslan fer fram í stýrðu hátækni umhverfi innanhúss. „Það hjálpar okkur mikið í markaðssetningu erlendis að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu.“ segir Orri Björnsson, forstjóri.