Aldrei fleiri flogið með WOW air
Sætanýting WOW air 93% í ágúst
WOW air flutti 413 þúsund farþega til og frá landinu í ágúst eða um 28% fleiri farþega en í ágúst árið 2017. Þá var sætanýting WOW air 93% í ágúst í ár en var 90% í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 30% aukningu á framboðnum sætiskílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur hlutfall tengifarþega aukist en í ár var hlutfallið 61% í ágúst miðað við 43% á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt frá WOW air.
Aldrei hefur WOW air flutt jafnmarga farþega í einum mánuði og þetta er í annað sinn sem félagið flytur yfir 400 þúsund farþega í einum mánuði. Þá hefur hlutfall tengifarþega ekki verið jafnhátt áður. Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 2,4 milljónir farþega.
Aldrei hefur WOW air flutt jafnmarga farþega í einum mánuði og þetta er í annað sinn sem félagið flytur yfir 400 þúsund farþega í einum mánuði. Þá hefur hlutfall tengifarþega ekki verið jafnhátt áður. Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 2,4 milljónir farþega.
WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári en þetta er í fyrsta sinn í íslenskri flugsögu sem boðið er upp á áætlunarflug til Indlands.