Aldrei fleiri farþegar í einum mánuði
Tæplega níutíu og fimm þúsund farþegar flugu með Iceland Express í júlí sem er mesti farþegafjöldi í sögu Iceland Express í einum mánuði. Það er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Sætanýting var um 85 prósent á þessum tíma, sem er töluvert betri nýting en í fyrra.
Iceland Express jók sætaframboð félagsins um rúm 20 prósent á þessu ári miðað við árið áður, enda fjölgaði farþegum félagsins á flesta áfangastaði.
Þá má nefna, að sætanýting Iceland Express á ferðum félagsins 2010 var 80,5 prósent, sem er með því besta sem gerist. Í ár stefnir í enn betri sætanýtingu.