Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Aldís Design hannar og saumar Krílarklæði
Mánudagur 8. júlí 2013 kl. 13:48

Aldís Design hannar og saumar Krílarklæði

Ung kona í Reykjanesbæ hóf hönnun og framleiðslu á barnafötum því henni ofbauð verðið á þeim í búðum.

Verðið á barnafötum ýtti Aldísi Ólöfu Júlíusdóttur út í „heima“-framleiðslu sem hefur fengið mjög góðar móttökur.

Þetta byrjaði eftir að ég eignaðist son minn í desember 2012 og mér fundust barnaföt og fleira allt of dýrt,“ segir Aldís Ólöf Júlíusdóttir sem tók sig til og fór að hanna og sauma barnaföt.

Public deli
Public deli

Það hefur svo sannarlega undið upp á sig og gengið langt fram úr hennar björtustu vonum.

„Smekkir sem maður keypti út í búð dýrum dómum láku í gegn og voru engan veginn að borga sig. Þannig að ég fór á stúfana og fann efni í smekki og föt á guttann minn og byrjaði að sauma og hrósin og flottu móttökurnar voru ótrúlegar. Ég hef lítið keypt af fötum á hann síðan.“

Aldís ákvað síðan að opna síðu á Facebook og markaðssetja þetta aðeins og það hefur gengið ótrúlega vel og verið brjálað að gera við saumavélina síðan þá. „Ég hef ekki saumað af neinu viti síðan ég var í grunnskóla á Sauðárkróki en einstaka sinnum hefur maður tekið upp nálina fyrir smá verkefni, fyrsta verkefnið mitt af einhverju viti var þegar ég saumaði útskriftarkjólinn minn fyrir útskriftina úr Keili,“ segir Aldís.

Aldís Design sem er merkið sem prýðir allar fallegu flíkurnar sem hún saumar fyrir Krílaklæði sem er „sölusíðan“ hennar. Þar er boðið upp á fatnað fyrir minnstu krílin en svo hefur Aldís stækkað markhópinn aðeins og bætt við sig nokkrum aldursflokkum. Hún segir buxur og buxnasett vinsælast. Verðið er viðráðanlegt og ekki margar gerðir í boði. „Þetta er ekki fjöldaframleiðsla. Ég kaupi flest öll efnin úti og reyni að hafa þetta sérstakt, eitthvað sem grípur augað og ekki að finnast á hverju horni. Einnig sauma ég smekki og er með rosalega mikið úrval af þeim þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“

Svo eru Krílaklæði með sérsaumaðar svokallaðar miðakúrur. „Börn elska miða og þetta er stykki með fullt af miðum út um allt sem gaman er að skoða og þreifa á. Það eykur fínhreyfingar og skilningarvit. Þá sauma ég líka krúttlegustu snudduböndin og meiri smávarning sem er vinsæll meðal krílaforeldra,“ segir Aldís Ólöf og er hvergi hætt.

Hér er síða Aldísar á Facebook.

Á þessum myndum má sjá hluta af framleiðslu Aldís design.

-

-