airBaltic flýgur til Keflavíkur í vetur
Lettneska flugfélagið airBaltic hefur birt vetraráæltun sína sem tekur gildi frá og með 27. október 2019. Flugfélagið mun bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Riga í Lettlandi í vetur en það er í fyrsta skipti sem þetta flug er í vetraráætlun en hingað til hefur flugleiðini eingöngu verið flogin yfir sumarmánuði.
Sumarið 2019 jókst fjöldi farþega með airBaltic verulega samanborið við í fyrra eða um 42%. Vinsælustu tengingarnar um Riga eru meðal annars tvær aðrar Eystrasaltshöfuðborgir, Tallinn og Vilníus, einnig Berlín, Prag, úkraínsku borgirnar Kiev og Odessa, og rússnesku borgirnar Moskvu og St Petersburg, svo og Tel Aviv.
Nánar á www.airbaltic.com