Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Áhugi á verslunarrekstri í Flugstöðinni
Föstudagur 16. ágúst 2002 kl. 15:03

Áhugi á verslunarrekstri í Flugstöðinni

Um 100 manns mættu á kynningarfund í gærkvöldi þar sem breytingar á verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar voru kynntar. Um 40 hafa lýst áhuga á að taka þátt í forvali vegna breytinganna. Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sagði í fréttum RÚV að stjórn félagsins hafi ákveðið að hafa forval á vali á rekstraraðilum í Flugstöðinni. Höskuldur sagði að það gæti því orðið breytingar á því hverjir fengju leyfi til að reka verslanir og veitingastaði á fríhafnarsvæðinu á næstu mánuðum. Hann sagði að tilgangur forvalsins væri að auka þjónustu við farþega flugstöðvarinnar og gera það eftirsóknarverðara fyrir menn að fá að reka fyrirtæki á fríhafnarsvæðinu.

Í DV í dag segir að verslunareigendur í fríhöfninni telji rekstur sinn í mikilli óvissu. Haft er eftir einum verslunareigandanum að hann sjái ekki betur en verið sé að valta yfir þær verslanir sem fyrir eru og segir í DV að honum sýnist þeir aðilar sem séu að búnir að borga himinháa leigu í 5 ár séu settir út í kuldann.

Frétt af Vísi.is - mynd frá DV
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024