Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Áhaldaleiga Húsasmiðjunnar efld
Miðvikudagur 20. apríl 2005 kl. 15:20

Áhaldaleiga Húsasmiðjunnar efld

Húsasmiðjan hefur verið í síauknum  mæli verið að efla þjónustu sína við viðskiptavini síðustu misseri. Fyrir um tveimur mánuðum var áhaldaleiga Húsasmiðjunnar bætt töluvert og fékk hún veigameira pláss á góðum stað á lager Húsasmiðjunnar. Þar er að finna allt sem þarf í hin ýmsu verk eins og borvélar, brotvélar, loftpressur, ryksugur, naglabyssur, heftibyssur, flísasagir og rafstöð svo fáeitt sé nefnt.

Árni Júlíusson verslunarstjóri Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ segir að áhaldaleigan komi til með að vera skilvirkari og að þeir séu að leggja lokahönd í að  keyra hana upp í það sem hún á að vera. Í sumar verða svo sláttuvélar, mosatætarar,  slátturorf, háþrýstidælur, jarðþjöppur og fleiri kerrur. Þannig að Suðurnesjamenn ættu að geta sinnt sumarstörfunum með almennilegum græjum.

Vf-mynd: Karl Júlíusson og Árni Júlíusson, verslunarstjóri, við áhaldaleigu Húsasmiðjunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024