Afsakið hlé!
Netútgáfa Víkurfrétta hefur legið niðri síðan á miðvikudag eftir viðamiklar breytingar á tölvubúnaði Víkurfrétta. Blaðið hefur endurnýjað móðurtölvu fyrirtækisins og á meðan þær breytingar áttu sér stað var allt netsamband við fyrirtækið niðri. Nú höfum við tengst umheiminum á ný og fréttir fara að birtast að nýju.