Afmælisveisla í Landsbankanum
Landsbankinn í Keflavík fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var viðskiptavinum bankans boðið upp á köku og kaffi í gær. „Það voru töluvert margir sem kíktu við og fengu sér köku og kaffi,“ sagði Jóhanna Óskarsdóttir útibússtjóri Landsbankans í samtali við Víkurfréttir.
Saga afmælis bankans nær aftur til Samvinnubankans sem Landsbankinn keypti á sínum tíma, en Samvinnubankinn var fyrst til húsa í Kaupfélagshúsinu en fluttist síðan í suðurenda Hafnargötu 57-59. Landsbankinn er nú til húsa í norðurenda hússins. Jóhanna útibússtjóri hefur starfað hjá bankanum sl. 20 ár og hefur líkað mjög vel við starfið. „Þetta er mjög góður vinnustaður og starfsfólkið gott.“
Myndin: Jóhanna Óskarsdóttir útibússtjóri Landsbankans í Keflavík bíður Dagnýju Gísladóttur skjalastjóra Reykjanesbæjar sneið af afmæliskökunni í gær. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Saga afmælis bankans nær aftur til Samvinnubankans sem Landsbankinn keypti á sínum tíma, en Samvinnubankinn var fyrst til húsa í Kaupfélagshúsinu en fluttist síðan í suðurenda Hafnargötu 57-59. Landsbankinn er nú til húsa í norðurenda hússins. Jóhanna útibússtjóri hefur starfað hjá bankanum sl. 20 ár og hefur líkað mjög vel við starfið. „Þetta er mjög góður vinnustaður og starfsfólkið gott.“
Myndin: Jóhanna Óskarsdóttir útibússtjóri Landsbankans í Keflavík bíður Dagnýju Gísladóttur skjalastjóra Reykjanesbæjar sneið af afmæliskökunni í gær. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.