Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Afmælisblað SAS á vef vf.is
Fimmtudagur 6. mars 2003 kl. 16:59

Afmælisblað SAS á vef vf.is

„Þó að rekstur fyrirtækis í 40 ár sé kannski ekki langur tími þá held ég að fá fyrirtæki hafi gengið í gegnum jafn miklar breytingar í rekstri og Skipaafgreiðslan hefur þurft að gera. Ég er sammála þeim sem hafa sagt að lesa megi ýmislegt út úr þessum breytingum, m.a. þróun útgerðar og fiskvinnslu á Suðurnesjum, þróun flutninga til sjós og lands o.fl.,“ segir Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Suðurnesja (SAS) í samtali við Víkurfréttir. Blaðinu í dag fylgir 16 síðna blaðauki um 40 ára afmæli SAS. Nú er einnig hægt að nálgast blaðaukann hér á vefnum með því að smella á forsíðu blaðsins hér hægra megin á síðunni.„Mér fannst góð sú hugmynd að gera 40 ára afmæli Skipaafgreiðslunnar góð skil með útgáfu blaðauka á þessum tímamótum. Það hafa mjög margir Suðurnesjamenn komið að fyrirtækinu í gegnum árin, bæði sem starfsmenn og viðskiptaaðilar.
Ég vona að seinna meir hafi þessi samantekt á sögu fyrirtækisins, viðtölum o.fl. eitthvað sögulegt gildi en alla vega er þessi samantekt mikils virði og skemmtileg fyrir fyrirtækið,“ segir Jón og bætir við: „Ég vil þakka öllum sem komu að þessari samantekt á sögu SAS og ekki hvað síst vil ég þakka öllum sem sendu okkur afmæliskveðjur sem birtast hér í blaðinu því með því eiga þeir sinn þátt í að Nesi, íþróttafélagi fatlaðra var færð myndarleg gjöf af þessu tilefni.“


Myndin: Dettifoss við gömlu olíubryggjuna í Keflavík. Mynd úr afmælisblaði SAS.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024