ÆVINTÝRIÐ AÐ BYRJA!
Hin árlega aflahrota er hafin. Litlu línubátarnir hafa verið að rótfiska og komið lunningafullir af fiski til hafnar í Sandgerði síðustu daga. Netaveiðin hefur hins vegar látið standa á sér og sagði einn sjóari í samtali við blaðið að í raun vantaði bara eina brælu. „Þá bunkast þorskurinn upp og hrúgar sér í netin“, svo vitnað sé orðrétt í viðmælanda okkar.Það er ekki bara þorskur sem veiðist í miklu magni því Monica (vinkona Clintons) frá Grindavík hefur mokað upp steinbít síðustu daga og var t.a.m. með 10 tonn af þeim ófríða í einum róðri. Ljóst að kjóllinn hefur þurft að fara í stórhreinsun eftir þá aðgerð.