Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

„Ætlum að verða 100 ára!“
Föstudagur 1. nóvember 2013 kl. 09:23

„Ætlum að verða 100 ára!“

Tískuvöruverslunin Kóda er þrítug um þessar mundir. Kóda hefur þessa áratugi verið leiðandi á Suðurnesjum í sölu á fatnaði, skóm og ýmsum fylgihlutum. Tískusýningar á vegum verslunarinnar voru tíðar og vinsælar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þriggja daga afmælisveisla, með 30% afslætti í versluninni, verður frá fimmtudegi fram á laugardag. Allir eru velkomnir.

„Viðskiptavinum er fyrst og fremst að þakka að rekstur verslunarinnar hefur gengið allan þennan tíma“, segir Kristín Kristjánsdóttir, annar eigenda tískuvöruverslunarinnar Kódu. Hún segir heilu kynslóðirnar hafa haldið tryggð við verslunina í gegnum árin og að marga viðskiptavini þekki þær einnig vel. Kristín hóf reksturinn ásamt Halldóru Lúðvíksdóttur 3. nóvember 1983 og segir samstarf með henni hafa verið mjög gott. Hildur, systir Kristínar, starfaði hjá þeim alla tíð og kom svo inn í reksturinn þegar Dóra hætti. Þær systur segja algjör forréttindi að fá að vinna saman og að þær séu afbragðs samstarfsfólk hvorrar annarar.

Samkeppni ávallt kærkomin
Þær systur segja ýmislegt minnistæðast þegar litið sé um farinn veg. Tískan sé til dæmis örugglega búin að fara í marga hringi og alltaf sé skemmtilegt að taka fram nýjar vörur og fylgjast með áhuga viðskiptavina. Þær fari alltaf í vissan gír og séy fljótar að aðlagast tískunni hverju sinni. Ýmsar minnistæðar bólur séu minnistæðar, t.d. hippamussurnar á sínum tíma. Auðvitað hafi komið tímar þar sem reksturinn var erfiður en fyrst og fremst séu við þakklátar fyrir að vera hér enn. Þá segja þær nálægð við Höfuðborgarsvæðið kærkomna áskorun og samkeppni vera af hinu góða. „Fólk hefur oft spurt okkur um nálægð við aðrar verslanir og erum alsælar með allar nýjar verslanir sem opnaðar eru. Þannig er okkur haldið á tánum. Alltaf gott og jákvætt fyrir bæjarfélagið að fá fleiri verslanir og fjölbreytni“, segir Kristín. Annað slagið lifni yfir Hafnargötunni og svo „deyi“ hún stundum en rísi ávallt á ný. Það sé ekkert nýtt fyrir þeim.

Nálægð við völlinn ekki „keflvískt“ vandamál
„Við breytum ekki samkeppni við þá sem fara til útlanda að kaupa á sig fatnað. Nálægðin við flugvöllinn kemur að þeirra mati ekkert endilega verr niður á verslunum á Suðurnesjum heldur en annars staðar. Það er ekki keflvískt vandamál,“ segir Kristín. Það sé bara samkeppni eins og öll önnur samkeppni. Kristín vill meina að konur kaupi ekkert endilega mikið á sjálfar sig í útlöndum heldur börnin sín og barnabörn. Enda séu ekki margar barnafataverslanir á Íslandi því rekstur þeirra hljóti að vera erfiður. Samkeppni við verslunarferðir komi líklega mest niður á honum.

Mikilvægt að tala vel um bæinn sinn
Kristín og Hildur eru á einu máli um það að Suðurnesjamenn verði að vera duglegir sem íbúar í samfélagi að tala bæina sína upp og verslanirnar líka. „Við verðum líka sem rekum fyrirtæki að standa okkur. Hér er gott samfélag og við erum ævinlega þakklátar fyrir það. Samheldni og samhugur íbúanna skiptir svo miklu máli.“  

Góð heilsa og gaman í vinnunni
Spurðar um hversu marga áratugi þær sjá fyrir sér í viðbót í reksti Kóda sögðust þær hlæjandi ætla að verða 100 ára! En mestu máli skiptir að hafa gaman að vinnunni og hafa heilsu til að standa í þessu. Erum í góðri samvinnu við tvær aðrar verslanir með innflutning; eina á Egilsstöðum og aðra á Akranesi. Förum saman í ferðir og kaupum inn. Erum þannig stærri og sterkari heild. „Svo gengur þetta bara vel því við stöndum vaktina sjálfar,“ bætir Hildur við.

[email protected]









Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024