Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Aðalskoðun opnar í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 28. desember 2010 kl. 09:36

Aðalskoðun opnar í Reykjanesbæ

Aðalskoðun mun opna skoðunarstöð fyrir bifreiðar í Reykjanesbæ á nýju ári. Skoðunarstöðin verður að Holtsgötu 52, þar sem Bílahúsið var áður til húsa, með innkeyrslu frá Grænási.

Pálmi Hannesson mun veita nýju skoðunarstöðinni forstöðu en hann hefur, ásamt fjölda iðnaðarmanna, unnið að nauðsynlegum breytingum á húsnæði skoðunarstöðvarinnar síðustu vikur. Allt á síðan að vera klárt í næstu viku þegar stöðin opnar formlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir er ein skoðunarstöð á Suðurnesjum og sagði Pálmi að næg verkefni ættu að vera fyrir nýju stöðina sem getur afkastað um 30 bílum á dag. Pálmi hefur verið starfandi hjá Aðalskoðun á höfuðborgarsvæðinu allt þetta ár og segir að þangað komi margir frá Suðurnesjum með ökutæki sín til skoðunar.


Mynd: Pálmi Hannesson í nýju skoðunarstöð Aðalskoðunar sem verið er að innrétta í Reykjanesbæ. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi